Upplýstar gangbrautir við leik- og grunnskólann

bergheimar-1Bæjarráð Ölfuss hefur samþykkt samstarf við Kiwanisklúbbinn Ölver í Þorlákshöfn um lýsingu á gangbrautum í Þorlákshöfn með öryggi skólabarna að leiðarljósi.

grunnskólinn„Ölver vill leggja til kastara í verkefnið en óskar eftir því að sveitarfélagið sjái um uppsetningu og rekstur þeirra. Um fjórar gangbrautir er að ræða í nágrenni grunnskólans, þrjár yfir Egilsbraut og ein yfir Hafnarberg, “ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss um málið.