Hafnardagar í ágúst árið 2016

hafnardagar01Á fundi menningarnefndar sem haldinn var í morgun var fjallað um niðurstöður rafrænu íbúakosninganna en í þeim kosningum var ein spurning sem snéri að tímasetningu Hafnardaga.

Niðurstaðan var alveg skýr hvað þessa spurningu varðar en um 54% sögðust vilja halda hátíðina í ágúst eftir verslunarmannahelgi. Um 24% vildu hafa tímasetninguna óbreytta eða um sjómannadaginn, 8% töldu að júní eftir sjómannadag væri heppilegasta tímasetningin og 11% svöruðu júlí. Einungis 1% svaraði um Verslunarmannahelgina og 2% á tímabilinu september til maí.

Í bókun menningarnefndar kemur fram að tekið verði tillit til niðurstöðunnar á næsta ári þegar hátíðin verður haldin. Hafnardagar verða því helgina eftir Verslunarmannahelgi árið 2016.