Jóhanna og Kári kenna á Karolinafund – Myndband

tonarogtrix-157Tónar og Trix, tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn, stendur fyrir hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hópurinn safnar fyrir útgáfu á sumarplötu sinni sem kemur út á næstunni.

Samkvæmt Tónum og Trix þá hefur Karolinafund verið að vefjast fyrir sumum sem hafa ætlað sér að styrkja verkefnið.

Þá var brugðið á það ráð að fá hjónin Jóhönnu og Kára til að fara yfir ferlið, skref fyrir skref. Útkoman er óborganleg eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Hér er hægt að styrkja verkefni Tóna og Trix á Karolinafund.com en þegar þetta er skrifað er 21 dagur eftir af söfnuninni og hafa þau safnað 45% af markmiðinu. https://www.karolinafund.com/project/view/843

Kæru vinir og vandamenn! Við höfum orðið þess vör að sumir hafa verið að vandræðast með karolinafund.com þar sem við erum að safna fyrir plötuútgáfunni okkar. Jóhanna og Kári, okkar yndislegu vinir, fara hér yfir þetta skref fyrir skref eins og þeim einum er lagið :)Svo þegar þið eruð útskrifuð hjá þeim þá getið þið öll farið beina leið hingað inn og prófað sjálf 🙂 https://www.karolinafund.com/project/view/843

Posted by Tónar og Trix on Tuesday, 12 May 2015