Sjáðu hvað á að gera í höfninni

Framkvæmdaþörf íslenskra hafna til næstu fimm áraHreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar flutti erindi í morgun á 7. hafnafundi Hafnasambands Íslands. Erindi hans bar heitið framkvæmdaþörf íslenskra hafna til næstu ára og fór hann yfir hvaða framkvæmdir eru inni í samgönguáætlun 2015-2018.

Þar kom fram hvaða hafnarframkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn og á myndinni hér til hliðar má sjá hvaða framkvæmdir er um að ræða.

Það verður þó að taka fram að ekki er búið að samþykja samgönguáætlunina. Einnig skiptir máli hvaða fjármagn ríkisvaldið setur í hafnarframkvæmdir í fjárlögum næstu ára.

En það að komast inn á samgönguáætlun er virkilega gott skref í rétta átt.

Glærur Hreins má nálast hér.