Icelandic Glacial mótið hefst í dag: Benni snýr aftur með nýja Þórsara

thorsteinn_thor011Í dag hefst Icelandic Glacial mótið í körfubolta. Mótið fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og stendur það til sunnudags.

Í fyrsta leik mæta heimamenn í Þór nöfnum sínum frá Akureyri en Benedikt Guðmundsson þjálfar nú Akureyrar-Þórsara. Leikurinn hefst klukkan 18:15.

Hér að neðan má sjá leikjaplan helgarinnar.

Föstudagur

  • 18:15 Þór Þ Þór Ak
  • 20:15 Breiðablik Höttur

Laugardagur

  • 14:00 Breiðablik Þór Þ
  • 16:00 Höttur Þór Ak

Sunnudagur

  • 12:00 Þór Þ Höttur
  • 14:00 Þór Ak Breiðablik