Ekki bara sandur sem kemur úr höfninni

Bíll í höfninni2Um þessar mundir stendur yfir dýpkun í höfninni en áætlað er að flytja um 80.000 rúmmetra af efni úr henni. Dýpkunin sem nú stendur yfir er fyrsti hluti af þremur en miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum og við breytingarnar mun höfnin geta tekið á móti allt að 180 m. löngum skipum.

En það er ekki bara sandur og drulla sem kemur upp úr höfninni því í gær kom hvorki meira né minna en bílhræ upp úr höfninni. Með fylgjandi myndir voru teknar af bílhræinu í gær.