Bæjarstjóri hefur undirritað þjóðarsáttmála um læs

Það var við hátíðlega athöfn á Stokkseyri síðastliðinn þriðjudag sem þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður af Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir hönd menntamálayfirvalda og Gunnsteini Ómarssyni, bæjarstjóra fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss.

Á staðnum voru sveitar- og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna auk fulltrúi Heimilis og skóla. Gylfi Jón Gylfason, verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun setti athöfnina og stýrði.

þjóðarsáttmáliBoðið var upp á tónlistaratriði og síðan ræddi ráðherra stefnu sína um umbætur í menntun, sem fram kemur í Hvítbók. Ákveðið hefur verið að ráðuneytið og Menntamálastofnun beini kröftum sínum að því að auka lestrarfærni  og læsi ungs fólks á Íslandi. Sveitarfélögin munu í samstarfi við menntamálayfirvöld vinna að því að a.m.k. 90% nemenda geti lesið sér til gagns árið 2018.

Fulltrúar sveitarfélaganna undirrituðu sáttmálann ásamt ráðherra og Ingu Dóru Ragnarsdóttur, fulltrúa frá Heimili og skóla, landssamtaka foreldra.

Athöfninni lauk með tónlistarflutningi Ingós Veðurguðs og kaffiveitingum í boði Árborgar og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Eftirfarandi frétt var birt á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss
Meðfylgjandi mynd tók Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn