Pub Quiz og trúbador á Sauðnum um helgina

svarti sauðurinnÍ kvöld, föstudaginn 18. september, verður Pub Quiz á Svarta Sauðnum. Spyrill kvöldsins verður Kolbrún Dóra Snorradóttir og hefst Pub Quizið kl. 22:00.

Á morgun mun svo trúbadorinn Birgir Þór Halldórsson sjá um að halda uppi stuðinu fram á nótt en hann mun spila tónlist við allra hæfi. Allt frá Presley, Bubba og Leonard Cohen til nýjustu slagaranna. Sum sé, tónlist fyrir alla.

Er ekki kominn tími til að skemmta sér í heimabyggð.