Mikilvægasti leikur tímabilsins hjá Ægismönnum

ÆgirÁ morgun, laugardaginn 19. september, er komið að mikilvægasta leik okkar manna í knattspyrnunni. Þetta er seinasti leikur Ægis í deildinni í ár og er leikurinn á móti Njarðvík hér á heimavelli.

Nú er klárlega að duga eða drepast þar sem þetta er hreinn úrslitaleikur fyrir okkar menn. Sigur tryggir okkur áfram sæti í 2. deild en með tapi þá fellur liðið niður í 3. deild.

Frítt verður á völlinn svo núna verða íbúar að fjölmenna og hvetja okkar menn til sigurs því nú þurfa þeir svo sannarlega okkar hjálp að halda.