Kvennagönguhópur í Þorlákshöfn

12038522_10153616930493749_2463005718592226843_nNú hafa nokkrar öflugar konur í Þorlákshöfn tekið sig saman og byrjað með kvennagönguhóp en þær stefna á að labba saman þrisvar sinnum í viku. Alltaf verður lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni og gengið verður á morgun, laugardag kl. 11:00 og í næstu viku mánudag og miðvikudag kl. 17:15.

Gengið verður rösklega í um 45 mínútur og eru allir velkomnir. Engin skuldbinding og engin skráning. Það er einungis eitt markmið hjá þessum öflugu konum: Að hreyfa sig utandyra í góðum félagsskap.