Fótboltavefurinn www.fotbolti.net velur í hverri viku úrvalslið umferðarinnar í úrvalsdeild og 1. deild í fótbolta og að þessu sinni eru tveir Þorlákshafnarbúar í liðum vikunnar.

Í úrvalsliði 19. umferðar í Pepsi-deildarinnar var engin annar en Pepsi-drengurinn Guðmundur Karl Guðmundsson og í úrvalsliði 20. umferðar í 1. deildinni var Arnar Logi Sveinsson. Báðir þessir drengir áttu þetta svo sannarlega skilið og óskum við þeim innilega til hamingju.