Ægismenn með sigur og verða áfram í 2. deild!

Ægir 2015Rétt í þessu var leik Ægis og Njarðvíkur að ljúka. Veðrið var alls ekki það besta til að spila knattspyrnu en leikmenn létu það ekki á sig fá.

Leikurinn byrjaði ansi illa hjá okkar mönnum en Njarðvík komst yfir á sjöttu mínútu. Markmaður Ægis, Ragnar Olsen, jafnaði svo leikinn á 47. mínútu beint úr útsparki. Kristján Vilhjálmsson bætti svo við öðru marki fyrir Ægi á 55. mínútu.

Kristján Hermann Þorkelsson var svo skipt inn á fyrir William Daniels á 70. mínútu og var hann einungis búinn að vera inn á í 5 mínútur þegar hann skoraði þriðja mark Ægis. Gísli Freyr Ragnarsson minnkað muninn á 79. mínútu fyrir Njarðvík en Ingvi Rafn Óskarsson gulltryggði þetta svo fyrir Ægi á 90. mínútu.

Ægir vann leikinn því 4-2 og var þetta seinasti leikurinn í deildinni í ár og með þessum sigri tryggði Ægir sé áfram sæti í 2. deildinni.

Þetta er frábær endir á tímabilinu og óskum við Ægismönnum og öllum íbúum til hamingju með sigurinn.

Ægir 4 – 2 Njarðvík
0-1 Theodór Guðni Halldórsson (‘6)
1-1 Ragnar Olsen (’47)
2-1 Kristján Vilhjálmsson (’55)
3-1 Kristján Hermann Þorkelsson (’75)
3-2 Gísli Freyr Ragnarsson (’79)
4-2 Ingvi Rafn Óskarsson (’90)