Meira var unnið af bolfiski í Þorlákshöfn árið 2013 en árið 1993

Kör1Meira var unnið af bolfiski í Þorlákshöfn árið 2013 en árið 1993. Þetta kom fram í erindi Bjarka Vigfússonar sem hann hélt á sjávarútvegsfundi Samtaka sjávarútvegs-sveitarfélaga í gær.Bjarki er hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum og hefur hann ásamt Hauki Má Gestssyni verið að skoða landfræðilega samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi á árunum 1993-2003.

Árið 1993 voru um 13 þús. tonn unnin í Þorlákshöfn en 20 árum seinna eða árið 2013 voru 17 þús. tonn unnin í þorpinu. Þetta er aukning um 4 þús. tonn en á sama tíma hefur heildarmagn unnins afla í bolfiski á landinu minnkað um 84 þús. tonn.

Í erindi Bjarka kom einnig fram hvar helstu verkunarstaðir á humar voru árið 2013 og þar var Þorlákshöfn á toppnum með um 700 tonn en Vestmannaeyjar og Hornafjörður með um 500 tonn.