Breytt aðventudagskrá á morgun

jolatre_01Veðurspá morgundagsins er ekki til þess fallin að efna til tónlistarflutnings og söngs úti við jólatréð. Þess vegna hefur verið ákveðið að fresta því að tendra ljós á jólatrénu á ráðhústorgi fram á sunnudaginn 6. desember klukkan 18:00.

Hins vegar hafa fyrirtæki og markaðsfólk ákveðið að halda sínu striki og vera með kvöldopnun á auglýstum tíma. Meðal þess sem verður í boði annað kvöld er:

Markaður hjá Kvenfélagi Þorlákshafnar, félagi eldri borgara og fleirum í anddyri ráðhússins og á bókasafninu.

Pizzahlaðborð í Meitlinum

Gamaldags jólamatur í Svarta Sauðnum

Markaðsstemning í Kompunni hárklippistofu og markaður í ganginum fyrir framan apótekið.

Jólakvöld í Hendur í höfn, kaffihúsi frá kl. 18:00-22:00