Mikið um að vera á Kompunni á morgun

verslanir01Á morgun frá kl. 18:00-21:00 verður hið árlega Jólakvöld Klippistofunnar Kompunnar. Ætla þær vinkonur Helga og Svanlaug að fá til sín fullt af gestum sem munu bjóða vörur sínar til sölu. Boðið verðu upp á heitt kakó og piparkökur og munu Arna og Bergrún svo koma öllum í jólaskap með fögrum jólasöng.

Eftirfarandi fyrirtæki verða með vörur sínar til sölu:

  • Kompan: verður með Label M og Fudge vörur á 20% afslætti, og frábærar gjafapakkningar.
  • Yd bolighus: verður með geggjað skart
  • Gentlemen´s Gravity: kemur með töff slaufur
  • Barnið&Ég: verður með dásamleg barnaföt og skó
  • Art&Text: kemur með fullt af skemmtilegu í jólapakkann
  • Leyndarmál: verður með Victoria Secret bodyvörur og íþróttafatnað

Nánari upplýsingar má nálgast á facebook viðburðinu Jólakvöld Kompunnar.