Matarsóun minnkað um 36% í grunnskólanum

skolinn_motuneyti01Eins og við hjá Hafnarfréttum höfum áður fjallað um þá var sú nýbreytni tekin upp í byrjun skólaárs að nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fá nú að skammta sér matinn sjálfir í mötuneyti skólans.

Þessi tilraun hefur leitt af sér mikinn sparnað en matarsóun hefur minnkað um heil 36% frá því  á síðasta skólaári. Þetta kemur fram skýrslu skólastjóra sem tekin var fyrir á seinasta fræðslunefndarfundi.

Þessi breyting hefur gengið virkilega vel sem hefur skilað sparnaði og ekki skemmir fyrir að nemendurnir eru mjög sáttir með þetta nýja fyrirkomulag.