Nemendur skammta sjálfir matinn

skolinn_motuneyti00Sú nýbreytni varð á í byrjun skólaárs að nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fá nú að skammta sér matinn sjálfir í mötuneyti skólans. Þetta er tilraun til að minnka sóun á mat og koma á móts við þarfir nemenda, segir á heimasíðu grunnskólans.

Samkvæmt starfsmönnum skólans hefur breytingin gengið vonum framar og eru nemendurnir mjög sáttir með þetta nýja fyrirkomulag.

skolinn_motuneyti01Nemendur vilja meina að þetta sé að skila sér í mun minni matarsóun. Nú þegar henda þeir litlum sem engum mat því hver og einn skammtar sér sína máltíð.