Atvinnuleysi í Ölfusi á niðurleið

atvinnuleysi_olfusÍ lok júlímánaðar voru 22 einstaklingar skráðir atvinnulausir í Ölfusi. Af þessum 22 einstaklingum voru 8 karlar og 14 konur.

Áætlað vinnuafl í sveitarfélaginu er um 1.150 manns og er atvinnuleysi í Ölfusi því um 1,9%. Er það töluvert lægra en á landinu í heild en atvinnuleysi á landinu er um 2,6% samkvæmt tölum frá Vinnumálstofnun.

Atvinnuleysi í Ölfusi hefur ekki verið jafn lágt í mörg ár eða frá því fyrir hrun eins og má sjá á myndinni sem fylgir þessari frétt.