Langar þig í bók?

BækurBókasafnið stendur fyrir skemmtilegu verkefni í íþróttahúsinu. Þar er búið að koma fyrir innpökkuðum bókum á borði og gefst gestum tækifæri til að eignast bókapakka. Ekki eru þó bækurnar gefins, því vinna þarf fyrir pakkanum með því að skrifa eitthvað fallegt eða jákvætt um Ölfusið eða Þorlákshöfn á miða og stinga í krukku sem stendur á pakkaborðinu.

Íbúar og gestir eru hvattir til að taka þátt í þessu og gera sér jafnvel ferð í íþróttahúsið til að skoða pakkana, en þeir henta fyrir „konuna í lífi þínu“, „sterka pilta“, „kennslukonur“, „ævintýragjarna“, „spennufíkla“, „snjallar stelpur“, „rómantíkera“ og í raun alla sem á annað borð hafa gaman af bókum.