Æfingar gengu vel hjá Júlí og félögum

Ready to break freeÆfingar gengu vel í gær hjá Júlí Heiðari, Þórdísi Brynju og Guðmundi Snorra þrátt fyrir að leiðindar flensa hafi verið að herja á okkar fólk.

„Nú dælum við bara í okkur precold og íbúfen, og komum með bikarinn heim“ sagði Júlí Heiðar í samtali við Hafnarfréttir.

Að sögn Júlís Heiðars þá „lúkkar sviðið þrusuvel“ en í kvöld mun lag Júlís vera flutt á ensku og heitir nú Ready to Break Free.

Alls munu sex atriði syngja til úrslita í kvöld og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Stokkhhólmi í maí næstkomandi.

Við hvetjum fólk til að styðja við bakið á Júlí en keppnin hefst kl. 20:00 í kvöld og minnum við á að kosninganúmer Júlís og félaga sem er 900-9904.