Júlí og félagar syngja til úrslita í kvöld

IMG_20160220_021658Þá er komið að úrslitastund hjá Júlí Heiðari, Þórdísi Brynju og Guðmundi Snorra en úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld.

Hópurinn mun flytja enska útgáfu af laginu Spring yfir heiminn en lagið heitir nú Ready to Break Free.

Sex atriði syngja til úrslita í kvöld og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Stokkhhólmi í maí næstkomandi.

Keppnin hefst kl. 20 og minnum við auðvitað á kosninganúmer Júlís og félaga sem er 900-9904.