Vöfflukaffi í tilefni konudagsins – myndasafn

Konudagur á Bergheimum (7)Í tilefni af konudeginum þá buðu nemendur leikskólans Bergheima, mömmum og ömmum í vöfflukaffi. Krakkarnir fengu að aðstoða við undirbúnings vöfflubakstursins og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá voru þau mjög áhugasöm um baksturinn.

Alls komu 74 mömmur og ömmur og þóttist þetta boð takast mjög vel, góðar vöfflur og á sumum deildum voru mömmur teknar með í leikinn og það þótti nú ekki verra.

-gáe