Skipstjóri segir Landeyjahöfn eingöngu sumarhöfn

herjolfur01„Eins og Land­eyja­höfn er í dag þá mun hún aldrei þjóna sínu hlut­verki nema sem sum­ar­höfn,“ segir Ólafur Ragnarsson skipstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Þó að ný ferja verði smíðuð verða frá­taf­ir ekk­ert minni en í dag. Kostnaður við dýpk­un mun minnka óveru­lega þrátt fyr­ir nýja ferju, hún er eng­in lausn,“ segir Ólafur ennfremur en hann var meðal þeirra skip­stjórn­ar­manna sem áttu fund í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu síðastliðinn fimmtu­dag um Land­eyja­höfn.

Ólafur segir hópinn hafa lagt áherslu á að fenginn yrði óháður aðili til að meta stöðuna í Landeyjahöfn og í kjölfarið yrði framhaldið með höfnina ákveðið. Hann segir að stjórnvöld verði að gera upp við sig hvort for­svar­an­legt sé að eyða meiri fjármunum í óbreytta höfn.

Hafnarfréttir greindu frá því í byrjun árs að Herjólfur sigldi 189 daga til Þorlákshafnar árið 2015 og fór hann 345 ferðir á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.