Auglýsa eftir styrkjum til landbótaverkefna

Uppgræðslusjóður Ölfuss auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppgræðsluverkefna 2016. Heimilt er að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna.

Með styrkveitingum úr sjóðnum er ætlunin að efla landgræðslu og gróðurvernd í Sveitarfélaginu Ölfusi. Við ákvörðun um styrkveitingar er einkum lögð áhersla á verkefni sem falla að framkvæmdaáætlun sjóðsins en hún beinist að eftirfarandi verkefnum:

  • a. Stöðvun sandfoks, eflingu gróðurs og jarðvegsverndarskógrækt í nágrenni Þorlákshafnar.
  • b. Stöðvun jarðvegsrofs og endurheimt gróðurs á 700 ha landsvæði milli Hengils og Lyklafells.

Nánari upplýsingar veitir Anna Björg Níelsdóttir formaður skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar á netfanginu annabjorg@olfus.is.

Einnig má finna frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.olfus.is. Skila þarf inn umsóknum fyrir 10. mars. n.k. á bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Uppgræðslusjóður Ölfuss