„Draumastarf“ segir Frede Sørensen sendikennari

Frede Sørensen (3)Undanfarnar vikur hefur Frede Sørensen sendikennari frá Danmörku verið starfandi við Grunnskólann í Þorlákshöfn og kennt dönsku.

Frede var valinn af menntamálaráðuneyti Danmörku til að fara sem sendikennari til Íslands þetta skólaár en með þessu verkefni vill danska ráðuneytið viðhalda dönskukennslu í íslenskum skólum. Markmið kennslunnar er að þjálfa nemendur í að tala dönsku og hefur verkefnið staðið yfir í 20 ár.

Frede segir að það geti verið strembið að kenna íslenskum ungmennum dönsku þegar kunnáttan er lítil. Reynsla hans er samt sem áður að nemendur á Íslandi kunni mun meira í dönsku en þeir vildu láta í veðri vaka og þegar ísinn væri brotinn gengi þetta bara vel.

Kennslan hjá Frede fer að mestu fram í gegnum leik, hreyfingu og skynjun og kom það Frede skemmtilega á óvart hvað íslensku nemendurnir væru jákvæðir og áhugasamir um dönskuna. Hann sagði þá vinnusama og leggðu meira á sig í námi en jafnaldrar þeirra í Danmörku.

Að sögn Frede þá er það að vera sendikennari algjört draumastarf.  „Það eru algjör forréttindi að fá þetta tækifæri – það veitir mér bæði innblástur og ómælda ánægju að hitta kennari frá öðru landi og kynnast annarri menningu“ sagði Frede í viðtali sem birtist á heimasíður grunnskólans.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu grunnskólans.