Öflugustu lestrarhestarnir koma úr Ölfusi

bækur - bókasafn2Íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga í landsleiknum Allir lesa sem lauk seinasta sunnudag. En meðallestur íbúanna var um 26 klukkutímar.

Í öðru sæti kom svo Hveragerðisbær en bæði sveitarfélögin eru aðilar að Bókabæjunum austanfjalls en það er klasi samstarfsaðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu á svæðinu. Það má velta fyrir sér hvort það samstarf hafi leitt til meiri bókalesturs í þessum sveitarfélögum.

Á þeim fjórum vikum sem landsleikurinn stóð yfir skráðu alls 1.802 einstaklingar í 237 liðum lestur sinn niður. Þessir aðilar lásu í alls 54.800 klukkustundir, sem samsvarar ríflega sex árum af samfelldum lestri.

Aðstandendur landsleiksins vilja vekja athygli á að þó svo að landsleiknum sé formlega lokið geta allir sem vilja nýtt sér áfram allirlesa.is til að halda utan um sinn persónulega lestur.