Viðburðir Háfeta 2016

hestarKæru Félagar,
Núna er Hallarmótröðin að fara byrja. Mótin verða fjögur í heildina og með aðeins öðruvísi sniði þetta árið.

Við ætlum að byrja þetta svolítið létt og skemmtilega með því að hafa fyrstu keppnina Brokkmót. Þannig að lítið keppnis vanir og fólk með ung hross geti komið og tekið þátt. Það verða tveir saman inná og er riðið hægt brokk og frjáls ferð, svona fegurðar brokk.

Vonumst eftir að sjá sem flesta koma og spreyta sig og hafa gaman með okkur. Fyrsta mótið verður haldið núna næstkomandi föstudag, 26. febrúar kl. 20.00

Við munum vera með léttar veitingar og íslenska kjötsúpu til sölu á staðnum. (ath engin posi)

Svo á móti númer 2 verður keppt í þrígang. Mót númer 3 verður keppt í þrautabraut. Mót númer 4 verður keppt í léttu tölti sem er þá riðið hægt tölt og fegurðartölt-frjálsferð.

Dagsetningar allra viðburða sem búið er að ákveða hjá Háfeta 2016 eru eftirfarandi:

  • 26. febrúar er 1. Hallarmót- Brokk
  • 11. mars er 2. Hallarmót – þrígang
  • 1. apríl er 3. Hallarmót – þrautabraut
  • 21. apríl sumardagurinn fyrsti er Tölt mót úti
  • 29. apríl er 4. Hallarmót – Létt Tölt
  • 30. apríl er Karlareið
  • 21. maí er Gæðingakeppni
  • 28. maí er Kvennareið
  • 4-5. júní er úrtaka fyrir Landsmót á Selfossi
  • 11. júní er Firmakeppni

Þetta er með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða þess háttar ef svo verður. Við eigum svo kannski eftir að bæta einhverju við og munum þá seta það inn síðar og auglýsa með fyrirvara.

Með Bestu kveðju
Rakel Róbertsdóttir
Formaður 😊