Digiqole ad

Mikilvægur sigur Þórs í kvöld

 Mikilvægur sigur Þórs í kvöld

thor-5Þórsarar unnu virkilega mikilvægan sigur gegn sterku liði Njarðvíkur í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur voru 80-77.

Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana og liðin skiptust á forystu en gestirnir voru þó með sex stiga forystu fyrir loka fjórðunginn. Það var síðan í fjórða leikhluta sem Þórsara gáfu vel í og unnu að lokum þriggja stiga sigur á Njarðvík.

Eftir leikinn sitja Þórsarar í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Haukum sem eru í því fjórða.

Stigahæstur hjá Þór var Vance Hall með 23 stig, Ragnar Braga bætti við 22 stigum. Grétar Ingi setti 14 stig og tók jafn mörg fráköst. Raggi Nat skoraði 13 stig, Haldór Garðar 3, Baldur Þór 2 og Magnús Breki 2.