Benni kemur Þór Akureyri í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili

benni01Þorlákshafnarbúinn Benedikt Guðmundsson hefur náð frábærum árangri með lið Þórs frá Akureyri en liðið hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Þórsliðin tvö munu því etja kappi næsta vetur.

Benedikt sannar enn einu sinni hversu öflugur þjálfari hann er en hann er á sínu fyrsta tímabili með Akureyringa og fer með liðið beint upp. Sömu sögu var að segja á fyrsta tímabili hans með Þór frá Þorlákshöfn árið 2010 en þá fór hann með liðið beint upp á sínu fyrsta tímabili.

Glæsilegur árángur hjá Benna og félögum og verður gaman að sjá Þórs liðin mætast á næstu leiktíð í Domino’s-deildinni.