Vilt þú vinna á frábærum vinnustað?

grunnskólinn2Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Þorlákshöfn.

Í skólanum eru 210 nemendur í 1. – 10. bekk og við hann starfar hæft og vel menntað starfsfólk. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi sem endurspeglast í einkunnarorðum skólans sem eru: Vinátta, virðing og velgengni. Starfsfólk og nemendur skólans vinna að metnaði að aukinni umhverfisvitund og minnkun matarsóunar og er skólinn þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein. Húsnæði skólans er afar gott líkt og allur aðbúnaður. Gott samstarf er við leik- og tónlistarskóla á staðnum, en tónlistarskólinn er í húsnæði grunnskólans. Sveitarfélagið Ölfus hefur sinnt skólamálum að miklum metnaði og stutt við menntun starfsmanna. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu, skýrri sýn á skólastarf og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn skólans.

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:

  • Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla.
  • Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra.
  • Bera ábyrgð á félagsstarfi nemenda innan skólans og hafa umsjón með tómstundastarfi og lengdri viðveru nemenda.
  • Veita markvissa kennslufræðilega leiðsögn og endurgjöf til starfsmanna.
  • Annast skipulagningu forfalla og skráningu þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun menntastofnana og reynsla af stjórnun.
  • Góðir skipulagshæfileikar og færni í stundatöflugerð.
  • Reynsla af umsjón með innra mati/sjálfsmati grunnskóla æskileg.
  • Lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi.

Umsókninni skal fylgja ferilskrá um störf umsækjanda, menntun og stjórnunarreynslu og nöfn tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarf og tilgreina þau verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfinu.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2016. Umsækjendur skili umsókn í tölvupósti á netfangið gudrun@olfus.is fyrir mánudaginn 21. mars 2016.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is s. 480 3850.