Digiqole ad

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi

 Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi

hafnarberg01Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Hægt er að sækja um öll störfin frá og með 15.03.2016.

Umsóknareyðublöð eru á bæjarskrifstofum eða með því að smella hér.

Sendið umsókn á david@olfus.is eða skilið inn umsókn á bæjarskrifstofur Ölfus. Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2016.

Störf hjá vinnuskólanum:

Yfirflokkstjóri vinnuskólans

 • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt umhverfisstjóra
 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum)
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Bílpróf skilyrði
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar
 • Lágmarksaldur 22 ára

Flokkstjórar vinnuskólans

 • Umsjón með vinnuhóp í vinnuskólanum
 • Almenn garðyrkjustörf o.fl. tengt vinnuskólanum (almenn garðyrkjustörf og umhirðu á opnum svæðum tengd vinnuskólanum)
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar
 • Lágmarksaldur 20 ára.

Störf hjá umhverfisdeild og þjónustumiðstöð:

Verkstjóri yfir sláttudeild

 • Umsjón með starfsmönnum sláttuhóps
 • Skipulagning- og ábyrgð á garðslætti og hirðingu á opnum svæðum í samráði við umhverfisstjóra
 • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf
 • Reynsla af viðhaldi véla og vinnuvélaréttindi æskileg
 • Krafist er stundvísi, ástundunar, dugnaðar
 • Lágmarksaldur 22 ára.

Sumarstarfsfólk í sláttudeild og þjónustumiðstöð

 • Vinna við við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum ásamt ýmsum verkefnum Þjónustumiðstöðvar
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur
 • Lágmarksaldur 16 ára.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Halldórsson umhverfisstjóri í síma 899 0011 eða david@olfus.is.