Digiqole ad

Tarzan í íþróttahúsinu

 Tarzan í íþróttahúsinu

2016-03-22 15.51.39Í dag stóð Ungmennaráð Ölfuss fyrir Tarzanleik í íþróttahúsinu. Er þessi viðburður, sem ungmennaráð heldur í dymbilviku ár hvert, orðinn fastur liður hjá mörgum í páskafríinu.

Í ár bauð ungmennaráð upp á tarzanleik bæði fyrir 5.-7. bekk og fyrir 8. bekk og eldri. Mætingin hefur oft verið betri en þeir sem mættu sáu ekki eftir því þar sem búið var að stilla upp glæsilegum Tarzanvelli og allir sér mjög vel. Ekki skemmdi fyrir að páskaegg voru í verðlaun.