Ægir með sigur á móti KV

ÆgirKnattspyrnufélagið Ægir lék í gær á móti KV en þetta er annar leikur liðsins í Lengjubikarnum. Okkar menn byrjuðu vel og kom Ingvi Rafn liðinu yfir á 17. mínútu. KV jafnaði svo leikinn í síðari hálfleik en einungis fjórum mínútum komst Ægir aftur yfir með marki frá Eiríki Ara. Trausti Guðmunds tryggði svo sigurinn með marki á 74. mínútu. Loka tölur leiksins því 1-3 fyrir Ægi.

Eftir leikinn er Knattspyrnufélagið Ægir komið í 2. sæti riðils-2 í B-deildinni eftir að tvær umferðir eru búnar í Lengjubikarnum en þar situr liðið með 4 stig, eins og toppliðið ÍH.