Leikur 3: Þórsarar geta náð forystunni í kvöld

thor-6Í kvöld, Skírdag, fer fram leikur þrjú í einvígi Þórs og Hauka en leikurinn fer fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka.

Bæði lið hafa unnið einn leik þar sem báðir sigrarnir komu á útivelli. Mið sigri Þórs í kvöld nær liðið að stela heimavallarréttinum aftur og á þá möguleika á að klára einvígið í Þorlákshöfn á þriðjudaginn næsta.

Nú er kjörið að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja stráka til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 19:15.