Ölfus mætir Árborg í Útsvari

ÚtsvarBúið er að draga í 8-liða úrslitum Útsvarsins og mun lið Ölfuss mæta nágrönnunum í Árborg.

Þau Ágústa Ragnarsdóttir, Hannes Stefánsson og Árný Leifsdóttir keppa fyrir hönd Ölfusinga en nú þegar hefur liðið sigrað Hveragerðisbæ og Kópavogsbæ.

Í 8 liða úrslitum mætast

  • Hafnarfjörður og Reykjavík
  • Árborg og Ölfus
  • Fljótsdalshérað og Snæfellsbær
  • Norðurþing og Fjarðabyggð