Digiqole ad

Ölfus fékk ekki styrk til ljósleiðaraframkvæmda

 Ölfus fékk ekki styrk til ljósleiðaraframkvæmda

ljosleidari_selvogurSveitarfélagið Ölfus hlaut ekki styrk úr fjarkiptasjóði sem hefur það að markmiði að styrkja sveitarfélög til uppbyggingar ljósleiðaratengingar í dreifbýli.

Fjórtán sveitarfélög hlutu styrk úr sjóðnum en heildarupphæð styrksins var 450 milljónir króna fyrir árið 2016. Um er að ræða tengingu ljósleiðara á um 900 staði og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Meðal kostnaður ríkissins á hvern stað er um 400 þúsund krónur.

Ölfus sótti um styrk vegna tveggja svæða í sveitarfélaginu sem ekki hafa kost á þráðbundinni háhraða nettengingu. Um er að ræða um 10 tengistaði í Selvogi og nágrenni auk tveggja tengistaða við Biskupstungnabraut.

Athygli vekur að einungis tvö sveitarfélög af Suðurlandi hlutu styrk, Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Eftirfarandi sveitarfélög fengu styrk úr fjarskiptasjóði að þessu sinni; Borgarbyggð, Húnaþing vestra, Súðavíkurhreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Norðurþing, Fljótsdalshérað, Svalbarðshreppur, Þingeyjarsveit, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Kjósarhreppur.