Ölfusingar í efstu þremur sætunum á Opna Hótel Selfoss mótinu

golf04Þorlákshafnarbúar röðuðu sér í efstu þrjú sætin á Opna Hótel Selfoss mótinu í golfi sem fram fór á Þorláksvelli í gær, sumardaginn fyrsta.

Spiluð var punktakeppni með forgjöf þar sem einungis kylfingar með virka forgjöf gátu unnið til verðlauna.

Óskar Logi Sigurðsson úr GÞ sigraði mótið með 40 punkta. Otri Smárason úr GOS endaði í 2. sæti með 34 punkta en Otri er í dag búsettur á Selfossi. Í 3. sæti var Óskar Gíslason úr GÞ með 33 punkta.

Adam Örn Stefánsson úr GVS átti besta skor dagsins með 77 högg. Páll Eyvindsson hlaut nándarverðlaun á 7. braut, 1,76m. og Úlfar Þór Davíðsson hlaut nándarverðlaun á 12. braut, 1,58m.