Jenný, Sigrún og Styrmir í æfingahópum yngri landsliða

korfuboltiJenný Lovísa Benediktsdóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir og Styrmir Snær Þrastarson hafa verið valin í æfingahópa yngri landsliða Íslands í körfubolta.

Í gær greindu Hafnarfréttir frá því að Magnús Breki Þórðarson hafi verið valinn í U18 æfingahóp Íslands en okkur yfirsást við vinnslu fréttarinnar að þrír aðrir flottir fulltrúar Þorlákshafnar væru þar á meðal. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

Jenný Lovísa var valin í U15 æfingahóp stúlkna sem æfir fyrir CPH-Invitational sem fram fer um miðjan júní. Sigrún Elfa var valin í U16 æfingahóp stúlkna sem æfir fyrir norðurlandamótið í Finnlandi í lok júní. Styrmir Snær var valinn í U15 æfingahóp drengja sem æfir fyrir CPH-Invitational.

Hafnarfréttir óska þessum glæsilegu Þorlákshafnarbúum til hamingju með árangurinn.