Heilsa og vellíðan: Að sýna náunganum kærleik

heilsa_og_vellidanHefur þú lent í aðstæðum þar sem þú hefur fengið ósanngjarna gagnrýni sem þér fannst þú ekki eiga skilið og ekki eiga við nein rök að styðjast? Eins og t.d. í rökræðum eða jafnvel í einhverskonar rifrildi?

Við höfum örugglega öll lent í slíkum aðstæðum þar sem að reiður einstaklingur gagnrýnir mann fyrir eitthvað sem manni finnst maður ekki eiga skilið. Maður bókstaflega titrar af reiði inn í sér og manni langar ekkert meira en að svara í sömu mynt. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að svara viðkomandi í sömu mynt en þá er maður í rauninni að hella olíu á eldinn. Ef maður stígur inn í reiðina er maður að velta sér upp úr atburðinum allan daginn og jafnvel í marga daga á eftir. Maður verður reiður að hugsa um atburðinn og líður illa að rifja hann upp.

Ef að allir myndu svara reiði með reiði myndi heimurinn vera ansi neikvæður og leiðilegur. Eina leiðin til að eyða reiði og sigra hana er að svara henni með ást, hlýju og kærleika. Ég veit það hljómar klisjukennt og asnalega en þú munt trúa því þegar þú prufar það sjálf/ur. Það lætur þér líða svo þúsund sinnum betur heldur en að fara niður á þá tíðni sem að reiðin er á. Ég ýminda mér oft fólk sem er reitt að það sé hulið brynju en innst inni líður því illa og er hrætt. Með því að koma fram við það af hlýju, ást og kærleik sé ég fyrir mér að ég bræði þessa brynju utan af viðkomandi og manneskjan hættir að skjálfa af reiði.

JólakveðjaMikilvægt er að setja sig í spor náungans og dæma ekki. Þú veist aldrei hvað manneskjan við hliðina á þér er að ganga í gegnum og hvað sé á bakvið hegðun hennar. Ef að þú sýnir viðkomandi hlýju, ást og kærleika þá gengur þú sátt/ur frá borði. Sama hvernig viðkomandi bregst við, þá hefur þú gert það rétta og þér líður vel fyrir vikið.

Ef að þú venur þig á að svara reiði ávallt með hlýju, ást og kærleika kemur reið manneskja þér síður úr jafnvægi. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér og stundum er ekki staður né stund að koma sínum skoðunum á framfæri. Reiði leysir aldrei neitt og kemur aldrei neitt upp frá henni. Ekki velta þér upp úr aðstæðum þar sem að fólk er reitt og hagar sér með óviðeigandi hætti. Þú stendur uppi sem sigurvegari ef þú sendir ekki neikvæða orku frá þér og æsir þig ekki. Það er nefnilega oft það sem að fólk er á höttunum eftir, að ná manni upp og koma manni úr jafnvægi. Brostu, segðu eitthvað fallegt og gakktu frá borði. Það verður erfitt fyrst en svo muntu bókstaflega elska það því þú hefur náð valdi yfir því að enginn geti komið þér úr jafnvægi.

Ef að þú venur þig á að svara reiði ávallt með hlýju, ást og kærleika kemur reið manneskja þér síður úr jafnvægi. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér og stundum er ekki staður né stund að koma sínum skoðunum á framfæri. Reiði leysir aldrei neitt og kemur aldrei neitt upp frá henni. Ekki velta þér upp úr aðstæðum þar sem að fólk er reitt og hagar sér með óviðeigandi hætti. Þú stendur uppi sem sigurvegari ef þú sendir ekki neikvæða orku frá þér og æsir þig ekki. Það er nefnilega oft það sem að fólk er á höttunum eftir, að ná manni upp og koma manni úr jafnvægi. Brostu, segðu eitthvað fallegt og gakktu frá borði. Það verður erfitt fyrst en svo muntu bókstaflega elska það því þú hefur náð valdi yfir því að enginn geti komið þér úr jafnvægi.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar og sýnum hvort öðru virðingu. Alltaf.

Anna Guðný
Heilsa og vellíðan

Ljósmynd: MKH
Ljósmynd: MKH