Magnús Breki valinn í æfingahóp U18 landsliðsins

FB_IMG_1446400122833Magnús Breki Þórðarson hefur verið valinn í æfingahóp U18 ára landsliðs Íslands í körfubolta.

Í U18 hópnum voru valdir 17 leikmenn sem taka þátt í æfingum 20.-22. maí næstkomandi. Eftir æfingahelgina verður hópurinn skorinn niður í 12 leikmenn sem munu síðan taka þátt á norðurlandamótinu í Finnlandi í lok júní.

Virkilega ánægjulegar fréttir og óskum við Magnúsi Breka til hamingju með árangurinn. Til gamans má geta þess að þjálfari U18 liðs Íslands er Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs.