Digiqole ad

Umhverfisþemadagar í grunnskólanum – myndasafn

 Umhverfisþemadagar í grunnskólanum – myndasafn

Þemadagar (10)Í gær byrjuðu umhverfisþemadagar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Nemendum var skipað í hópa og í hverjum hóp voru nemendur fyrsta bekkjar upp í níunda bekk. Nemendur 10. bekkjar héldu sínu striki og æfðu leikrit sem verður frumsýnt á vordögum.

Nemendur fóru á milli stöðva og unnu ýmist að sameiginlegu verkefni eða bjuggu til sitt eigið verk úr endurvinnanlegu efni. Á stöðvunum var saumað út og prjónað, búið til merki skólans, götur Þorlákshafnar hannaðar á pappa með alls konar efnum og hverfin hönnuð eftir hverfalitunum, rusl flokkað, heimildarmynd um flokkun sýnd, búnar til fígúrur úr sokkum, blómapottar hannaðir og sett í þá mold fræjum potað niður. Nemendur unnu vel og lærðu ýmislegt á þessari vinnu.

Myndir frá Þemadögunum má sjá hér að neðan sem og myndir af afrakstrinum. Myndirnar eru af heimasíðu grunnskólans.