Kiwanismenn styrkja um hálfa milljón

kiwanis01Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn hélt sinn árlega aðalfund síðasta dag vetrar. Ákveðið var að styrkja barna og unglingastarf í bæjarfélaginu um hálfa milljón að þessu sinni.

Björgunarsveitin Mannbjörg, Hestamannafélagið Háfeti, Gólfklúbbur Þorlákshafnar og Knattspyrnufélagið Ægir fá öll 100.000 krónur. Þór Þorlákshöfn fær 50.000 krónur vegna ferðalags frjálsíþróttadeildar til Gautaborgar í Svíþjóð núna í sumar. Að lokum fær Skólalúðrasveit Þorlákshafnar 50.000 krónur vegna lúðrasveitamóts sem verður haldið á Caella á Spáni núna sumar.

Að venju var kosin ný stjórn fyrir starfsárið 2016-2017 og skipa stjórnina eftirtaldir einstaklingar. Forseti verður Aðalsteinn Jóhannesson. Gjaldkeri verður Björn Þór Gunnarsson. Ritari og kjörforseti verður Gústaf Ingvi Tryggvason. Fyrverandi forseti verður Kári Hafsteinsson. Varaforseti verður Ólafur Guðmundsson. Meðstjórnendur verða þeir Þórarinn F. Gylfason, Stefán Hauksson, Guðjón Ingi Daðason og Þráinn Jónsson.