Frægasti ungherrakór Harvard háskóla með tónleika á Hafinu Bláa

theharvarddin&tonicsThe Harvard Din & Tonics er frægasti ungherrakór Harvard háskóla, þekktur víða um heim fyrir ríka hefð af glæsilegri framkomu og aga í flutningi. Þeir ætla að halda óvænta tónleika á Hafinu Bláa við Óseyrarbrú í kvöld, mánudag, kl. 20:00. Það er enginn aðgangseyrir en frjáls framlög eru vel þegin.

Í efnisskrá kórsins er lögð áhersla á ameríska jass-standarda frá öðrum til fjórða áratug síðustu aldar. Þessir ungu herramenn frá Harvard, sem koma fram í kjólfötum og læm-grænum sokkum, eiga nú í dag ríkan orðstír fyrir frábæra tónlistartúlkun, samstillingu í framkomu og stórskemmtilegar uppákomur á tónleikum.

Hægt verður að kaupa sér mat eða léttar veitingar óski fólk þess. Nánari upplýsingar um strákana í The Harvard Din & Tonics má finna hér.

Hér fyrir neðan má heyra lagið Someone Like You eftir Adele í flutningi The Harvard Din & Tonics.