Guðni Th. mætir í Þorlákshöfn

gudni_thForsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson mætir til Þorlákshafnar í dag, mánudag, og boðar til fundar í Ráðhúsi Ölfuss.

Guðni er ásamt konu sinni, Elizu Reid, á ferð um Suðurlandið næstu daga að kynna framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2016 ásamt því að svara spurningum gesta.

Fundurinn hefst klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.