Jón Guðni besti leikmaður Norrköping það sem af er

Mynd: Facebook / IFC Norrköping
Mynd: Facebook / IFC Norrköping

Jón Guðni Fjóluson var valinn besti leikmaður Svíþjóðar­meist­ara Norr­köp­ing það sem af er leiktíðar í samantekt dagblaðsins Norr­köp­ings Tidn­ing­ar.

Okkar maður er efstur í einkunnagjöf blaðsins fyrir fyrstu tólf umferðir deildarinnar.

Jón Guðni var valinn maður leiksins í lokaleiknum fyrir sumarfrí sem fram fór í gær þegar Norrköping og Elfsborg gerðu 0-0 jafntefli.

Norrköping situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Malmö.