Frábær árangur Þórs á Meistaramóti Íslands

13533216_10208613837136087_1988674096394004518_nFrjálsíþróttakrakkar í Þór stóðu sig frábærlega á Meistarmóti Íslands 11-14 ára um helgina.

Þórsarar sóttu 18 verðlaun á mótinu, þar af 7 gull, 9 silfur og 2 brons og þá voru margar persónulegar bætingar.

Auður Helga gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur íslandsmeistari á laugardaginn. Auður varð Íslandsmeistari í langstökki þar sem hún stökk 4,12 metra, síðan varð 13528811_10208613836856080_2309768087579808753_nhún Íslandsmeistari í spjótkasti með persónulega bætingu þar sem hún kastaði 21 metra. Þá endaði hún daginn á því að verða Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi á persónulegri bætingu 9,17 sekúndur. Í gær, sunnudag, fékk Auður silfur í hástökki.

Katrín Ósk fékk fjögur verðlaun á mótinu og þar af einn Íslandsmeistaratitil í hástökki. Hún hlaut silfur í 600 metra hlaupi á 2,08 sekúndum og einnig silfur í langstökki þar sem hún stökk 4,84 metra. Að lokum fékk Katrín brons í spjótkasti með kast uppá 17.67 metra sem var einnig persónuleg bæting.

Bríet Ósk bætti tíma sinn mikið í 60 metra hlaupi þar sem hún hljóp á 9,56 sekúndum í úrslita hlaupinu og varð fjórða í mark. Hún varð Íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 11 ára. Bríet og Auður Helga urðu Íslandsmeistarar í boðhlaupi 11 ára.

Hildur Ósk náði sér í bronsverðlaun í 600 metra hlaupi þegar hún kom þriðja í mark á persónulegri bætingu 2,12 sekúndur og svo náði hún persónulegri bætingu í spjótkasti þegar hún kastaði 15,50 metra.

13533250_10208613838416119_4252706198812286995_nAuður Magnea komst í úrslit í 60 metra hlaupi og var hún í fínu formi og alveg við sitt besta.

Sölvi Örn stórbætti sig í kúluvarpi og náði sér í silfur þegar hann kastaði 8,22 metra.

Viktor Karl fékk silfur í spjótkasti og silfur í boðhlaupi 14 ára.

Sandra bætti sig í langstökki þegar hún stökk 3,81 metra.

Helga Ósk stórbætti sig í langstökki og var rétt frá verðlaunum en hún endaði í 4.sæti þegar og stökk 4,80 metra. Hún bætti sig líka í 100 metra hlaupi og hljóp á 14,39 sekúndum. Tvær persónulegar bætingar hjá henni. Einnig fékk Helga silfur í boðhlaupi 13 ára.

Sólveig fékk silfur í langstökki og stökk 4,76 metra en þær voru með jafn langt stökk, hún og sú sem vann en sú sem vann var með lengra næst legsta stökk. Sólveig var einnig með persónulega bætingu í 100 metra hlaupi á 14,09 sekúndum. Þá varð hún Íslandsmeistari í boðhlaupi 13 ára.