Íbúðir rjúka út: Mikil aukning á sölu fasteigna

bergin01
Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Íbúar Ölfuss hafa aldrei verið fleiri en þeir eru í dag og íbúðir sem hafa verið til sölu í sveitarfélaginu rjúka út.

Í september 2014 birtu Hafnarfréttir grein um að fimmta hver íbúð í Þorlákshöfn væri til sölu eða yfir 100 íbúðir, samkvæmt lauslegri talningu Hafnarfrétta á Fasteignir.is.

Nú horfir aftur á móti öðruvísi við en í dag má einungis finna 37 íbúðir til sölu og þar af eru 9 fokheldar eða óbyggðar íbúðir. Sem gerir að íbúðum til sölu fækkar úr 20% niður í rúm 7% en eins og fyrr segir er einungis um lauslega talningu Hafnarfrétta að ræða.

Virkilega jákvæð þróun sem sýnir glögglega að í Ölfusi er gott að búa.