Ölfusingar hafa aldrei verið fleiri

17.júníÍbúar í Ölfusi eru komnir yfir 2.000 manns en þetta var tilkynnt á 17. júní skemmtun í Þorlákshöfn í seinustu viku. Er þetta töluvert fjölgun en um seinustu áramót var íbúafjöldinn 1.956 og hefur íbúum því fjölgað um rúm 2,2% á fyrri helmingi ársins.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands þá hafa íbúar í Ölfusi mest verið 1.997 manns en það var árið 2009. Eftir 2009 fækkaði íbúum töluvert og voru þeir komnir niður í 1.885 manns árið 2014. Frá þeim tíma hefur íbúum fjölgað mikið eða um  6,1%.

Íbúar í Ölfusi hafa því aldrei verið fleiri en þeir eru í dag sem er virkilega ánægjuleg þróun.