Æfingaleikjum lokið – Fyrsti alvöru leikurinn á sunnudaginn

thor_kr_bikarurslit2016-3Þórsurum hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og nú er aðeins tæp vika í fyrsta leik Domino’s deildarinnar.

Liðið er nýkomið úr Danmerkurferð þar sem fjórir leikir voru spilaðir við sterk dönsk lið. Til að mynda töpuðu Þórsarar með einu stigi gegn meisturunum í Horsens og unnu Svendborg í seinni leik liðanna. Bæði þessi lið leika í dönsku úrvalsdeildinni.

Í gær fór fram síðasti æfingaleikur Þórs þegar liðið sótti Njarðvík heim. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu leikinn 86-97 í sóknarsinnuðum leik.

Á sunnudaginn er komið að fyrsta alvöru leik tímabilsins en þá fer fram meistari meistaranna þar sem Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturunum. KR vann báða titlana á síðustu leiktíð og munu þeir þá mæta Þórsurum þar sem Þór lék til úrslita við KR í bikarnum.

Leikurinn fer fram í DHL höllinni í Vesturbænum kl. 19:15. Tilvalið að drífa sig á völlinn enda titill í húfi.