Baráttusigur Þórsara gegn KR

thor_haukar_okt2016-16Þórsarar mættu í kvöld KR-ingum í DHL Höllinni í Dominos deildinni en þessi lið mættust í bikarúrslitum í fyrra þar sem KR-ingar fóru með sigur af hólmi.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora en voru KR-ingar alltaf einu skrefi á undan og héldu Þórsurum aðeins frá sér út allan fyrri hálfleik. 42-40 staðan í hörkuleik í Vesturbænum.

Það var svo góður 3. leikhluti sem kom Þórsurum í forystu og ljóst var að síðasti leikhlutinn myndi verða gríðarlega spennandi. Staðan 58-65 að loknum 3.leikhluta. Þegar komið var í 4.leikhluta komu KR-ingar sterkir inn og náðu að komast yfir með einu stigi 72-71 þegar 5 mínútur voru eftir og stefndi allt í rosalegar lokamínútur gegn núverandi Íslandsmeisturum KR. Ljóst var að leikmenn Þórs voru með hugann við efnið og ætluðu sér að sigra þennan leik en frábær 19-3 kafli kom hjá Þórsurum og enduðu þeir með að sigra leikinn 75-90. Þetta var fyrsti tapleikur KR á tímabilinu sem sýnir að það býr gríðarlega mikið í Þórsliðinu.

Tobin Carberry var stórkostlegur í kvöld en hann setti niður 33 stig og tók 8 fráköst. Önnur stigaskor voru: Emil Karel Einarsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Baginski 7, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5.

Þessi úrslit þýða að Þórsarar fara upp í 2. sæti deildarinnar með 8 stig líkt og KR-ingar en Stjarnan er eina liðið sem hefur ekki tapað leik á tímabilinu og vermir toppsætið með 10 stig. Stjarnan er einmitt næsti andstæðingur Þórsarar en Garðbæingarnir ætla að kíkja í heimsókn í Höfnina þann 11.nóvember næst komandi. Ljóst er að um hörkuleik verður að ræða þar og kemur ekkert annað til greina en að sigra þann leik.

Áfram Þór
AÖS